Notendaprófanir
Hvað virkar og hvað má bæta?
Með því að láta notendur prófa vefsíðuna þína er hægt að sjá hvað má bæta og hvað virkar á þínum vef. Þannig er hægt að byggja ofan á það sem er til staðar í stað þess að byrja frá grunni, en það getur sparað bæði tíma og fjármagn.

Betri notendaupplifun
Með notendaprófunum skoðum við hvernig fólk notar vefinn þinn, greinum hindranir í vegi notenda og leggjum til skýrar lausnir til að bæta upplifun. Notendaprófanir geta farið fram:
- Áður en vefur er smíðaður: Hugmyndir eru prófaðar til að tryggja að þær henti notendum.
- Á meðan vefur er í smíðum: Til að tryggja að notendur skilji og geta notað vefinn án vandræða.
- Þegar vefur er kominn í loftið: Til að sjá hvernig hann virkar og hvaða breytingar bæta upplifun og árangur.
