Persónuvernd

PERSÓNUVERNDARSTEFNA EILAND RÁÐGJÖF EHF.

Eiland ráðgjöf ehf. („félagið”) hefur einsett sér að tryggja trúnað, áreiðanleika og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan félagsins.
Persónuverndarstefna þessi nær til persónuupplýsinga sem félagið vinnur um viðskiptavini, notendur vefsíðunnar og samstarfsaðila sem setja sig í samband við félagið.

Lagaskylda

Persónuverndarstefna þessi er byggð í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög”). Starfsfólki fyrirtækisins ber að starfa samkvæmt stefnunni.

Aðgangur að persónuupplýsingum og tilgangur

Félagið vinnur með persónuupplýsingar þeirra sem senda inn fyrirspurnir eða þjónustubeiðni til félagsins. Almennt senda viðskiptavinir sjálfir inn persónuupplýsingar á forminu Hafa samband á vefsíðu félagsins. Við notendarannsóknir safnar félagið persónuupplýsingum úr prófunum; svörum við spurningalistum og athugasemdum. Þessar persónuupplýsingar koma frá viðskiptavinum ásamt notendum þeirra. Aðrar upplýsingar eru tæknilegs eðlis, IP-tala, vafratýpa og vafrakökur (e. cookies). Þriðju aðilar sem hafa aðkomu að þjónustunni fá aðeins aðgang að þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita þjónustuna.

Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga?

Félagið leggur sig fram við að gæta öryggis persónuupplýsinga með viðeigandi tæknilegum og skipulegum ráðstöfunum í því skyni að koma í veg fyrir að persónuupplýsingar glatist, misnotkun, afritun eða breytingar á þeim. Félagið leggur áherslu á að persónuupplýsingar séu aðeins aðgengilegar því starfsfólki sem kemur að viðkomandi verkefni til að ná fram tilgangi verkefnisins.

Varðveisla persónuupplýsinga

Almennt eru persónuupplýsingar varðveittar meðan félagið hefur hagsmuni af vinnslu þeirra. Þegar samstarfi lýkur er gögnum eytt nema sérstakar ástæðu séu fyrir hendi sem heimila lengri varðveislu. 

Réttindi er varðar persónuupplýsingar sem félagið vinnur

Á grundvelli persónuverndarlaga kunna viðskiptavinir að eiga ákveðin réttindi til aðgangs að þeim persónuupplýsingum sem félagið hefur safnað saman. Við ákveðnar aðstæður er hægt að óska eftir leiðréttingu rangfærslna eða krefjast þess að gögnum verði eytt. 
Til að nýta rétt þinn er þér bent á að senda tölvupóst á netfdangið eiland@eiland.is.

Réttur til að kvarta til Persónuverndar

Ef þú hefur athugasemdir við vinnslu félagsins á persónuupplýsingum getur þú sent erindi til Persónuverndar.

Endurskoðun

Félagið getur breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig unnið er með persónuupplýsingar. Allar breytingar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð stefna hefur verið birt á vefsíðu félagsins.

Þessi persónuverndarstefna var sett þann 8. október 2025