Um eiland

Skýrari, notendavænni og árangursríkari lausnir

eiland sérhæfir sig í að greina, bæta og hámarka virkni vefsíðna og annarra lausna út frá þörfum notenda og markmiðum fyrirtækja.
Með notendarannsóknum, þarfagreiningum, notendaprófunum og ráðgjöf um hönnun vinnum við markvisst að því að gera þína lausn aðgengilegri, árangursríkari og notendavænni.

Eiríkur

Eiríkur hefur reynslu af vefstjórn, markaðsmálum og komið að gerð vefsíðna. Hann er með gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum, kennaramenntun og hefur lært vefumsjón. Í dag nýtir hann reynslu sína af öllum sviðum og leggur áherslu á að skapa notendavænar og hagkvæmar lausnir.

Inga Birna

Inga hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun í aðgengismálum og öðrum úrræðum. Hún er menntuð í vefmiðlun auk þess að vera með gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum. Í starfi sínu nýtir Inga fjölbreytta reynslu sína úr námi og starfi til að bæta notendaupplifun og aðgengi.